
Norðursigling og Gamli Baukur kynna
HÍFOPP HÚSAVÍK
Tónlistar- og siglingahátíð á Húsavík í sumar

Upplifðu einstaka hafnarstemningu á Húsavík í sumar
Norðursigling og Gamli Baukur hafa tekið höndum saman og blása til og tónlistar- og siglingahátíðar á Húsavík í sumar!
Við Húsavíkurhöfn er strandmenning í hávegum höfð en þar renna mannlíf, menning og sjómennska saman í eitt og mynda magnaða hafnarstemningu sem á sér enga líka.
Lifandi tónlist, einstakar seglskútur, skemmtilegir viðburðir og óvæntar uppákomur í allt sumar.
Komdu til Húsavíkur og upplifðu ekta íslenska strandmenningu!
Velkomin til Húsavíkur!
Höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu

Lifandi tónlist á Gamla Bauk
Gamli Baukur hefur verið helsti samkomustaður Húsvíkinga í áraraðir, en saga hússins nær allt til ársins 1843.
Í sumar verður engin breyting á en margt af helsta tónlistarfólki landsins mun sækja Baukinn heim og leika fyrir gesti og gangandi. Fylgist með því ný nöfn munu bætast við.
Tónleikar
á Gamla Bauk
19. júní 2020
Valdimar og Örn Eldjárn
27. júní 2020
Rúnar Eff og hljómsveit
2. júlí 2020
Jógvan og Friðrik Ómar
9. júlí 2020
Kristjana Stefáns og Svavar Knútur
10. júlí 2020
GG Blús
18. júlí 2020
KK
23. júlí 2020
GÓSS
30. júlí 2020
Stebbi Jak og Andri Ívars
Hvalaskoðun og siglingar
með Norðursiglingu

Hvalaskoðun á eikarbát
Upplifðu fjölbreytt dýralíf í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbát.

Hvalaskoðun á seglskútu
Sigldu á vit ævintýralegrar náttúru um borð í einstökum seglskútum Norðursiglingar.

Kvöldsigling á seglskútu
Það jafnast fátt á við að líða um Skjálfandaflóa í kvöldsólinni, umkringdur hvölum og ægifagurri náttúru.

Gong-sigling á seglskútu
Komdu og njóttu heilandi tóna gongsins með okkur í endurnærandi siglingu um Skjálfanda.