
Norðursigling og Gamli Baukur kynna
HÍFOPP HÚSAVÍK
Tónlistar- og siglingahátíð á Húsavík

Upplifðu einstaka hafnarstemningu á Húsavík
Norðursigling og Gamli Baukur hafa tekið höndum saman og blása til einstakrar stemningar á Húsavík í sumar!
Við Húsavíkurhöfn er strandmenning í hávegum höfð en þar renna mannlíf, menning og sjómennska saman í eitt og mynda magnaða hafnarstemningu sem á sér enga líka.
Lifandi tónlist, einstakar seglskútur, skemmtilegir viðburðir og óvæntar uppákomur í allt sumar.
Komdu til Húsavíkur og upplifðu ekta íslenska strandmenningu!
Velkomin til Húsavíkur!
Höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu

Lifandi tónlist á Gamla Bauk
Gamli Baukur hefur verið helsti samkomustaður Húsvíkinga í áraraðir, en saga hússins nær allt til ársins 1843.
Í sumar verður engin breyting á en margt af helsta tónlistarfólki landsins mun sækja Baukinn heim og leika fyrir gesti og gangandi.
Hvalaskoðun og siglingar
með Norðursiglingu

Hvalaskoðun á eikarbát
Upplifðu fjölbreytt dýralíf í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbát.

Hvalaskoðun á seglskútu
Sigldu á vit ævintýralegrar náttúru um borð í einstökum seglskútum Norðursiglingar.

Gong-sigling á seglskútu
Komdu og njóttu heilandi tóna gongsins með okkur í endurnærandi siglingu um Skjálfanda.