
Kvöldsigling á seglskútu
Það er ólýsanleg tilfinning að svífa seglum þöndum meðal stórhvela sem baða sig í kvöldsólinni á Skjálfandaflóa.
Sumarkvöldin á Húsavík eru engu lík og þá er ekkert sem jafnast á við að vera úti á sjó, þar sem sólin sest í sjóndeildarhringnum og hvalir birtast í yfirborðinu við bátinn. Valdar helgar í sumar getur þú slegist í för með seglskútum Norðursiglingar og upplifað einstakt ævintýri norður við heimskautsbaug.
Brottfarir í sumar:
- Í boði frá 19. júní – 8. ágúst
- Öll föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:00
- Skoða tímatöflu á vef Norðursiglingar
Lengd ferðar:
- 3 klukkustundir
Innifalið:
- Heitt kakó og kanilsnúður á heimsiglingunni
- Óvæntur glaðningur frá skipstjóranum
- Full leiðsögn
- Hlýir heilgallar og regnkápur ef þarf
Verð:
- 10.690 kr. fullorðnir
- 3.900 kr. 7-15 ára
- Frítt fyrir yngri en 7 ára